Samkomulag ASÍ og SA

Uppfært samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum afmarkar gildissvið laga nr. 42/2010 um sama efni auk þess sem fjallað er um upplýsingagjöf, störf eftirlitsfulltrúa, framkvæmd eftirlits, samráðsnefnd ASÍ og SA o.fl. Sjá nánar: Samkomulag ASÍ og SA (með áorðnum breytingum).

Í 6. gr. samkomulagsins segir að sé ekki trúnaðarmaður stéttarfélags á vinnustað geti eftirlitsmaður á þess vegum óskað eftir aðgangi að upplýsingum á grundvelli samkomulags ASÍ og SA um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Sjá nánar:Samkomulag ASÍ og SA um útlendinga.

Viðbótarsamkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum frá 16. apríl 2013. Sjá nánar: Viðbótarsamkomulag ASÍ og SA frá 16. apríl 2013.

Viðbótarsamkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum frá 5. maí 2011. Sjá nánar: Viðbótarsamkomulag ASÍ og SA frá 5. maí 2011.

Samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum frá 15. júní 2010. Sjá nánar: Samkomulag ASÍ og SA frá 15. júní 2010.