Staðall um vinnustaðaskírteini

10. september 2012 tók gild staðall um vinnustaðaskírteini ÍST 132:2012. Staðallin er gerður að frumkvæði ASÍ og SA í samræmi við samkomulag þessara aðila frá 5. maí 2011. Í staðlinum er fjallað um gildissvið hans og markmið, hugtök skilgreind, stærð og gerð ákveðin og tilgreint hvaða upplýsingar eiga að koma fram á vinnustaðaskírteinunum.
Hægt er að kaupa staðalinn hjá Staðlaráði Íslands, stadlarad@stadlarad.is, www.stadlarad.is.