„Leggur þú þitt af mörkum?“ – sumarið 2013

Sumarið 2013 héldu ASÍ, SA og RSK áfram samstarfi sínu undir heitinu „Leggur þú þitt af mörkum?“. Í verkefnavali var að þessu sinni lögð sérstök áhersla á ferðaþjónustu og aðila tengdum henni, en einnig var sjónum beint að bygginga- og verktakastarfsemi sem og starfsstöðvum sem valdar voru af handahófi. Farið var á helstu ferðamannastaði í samstarfi við lögreglu viðkomandi svæða, þar með talið Gullfoss og Geysir, Bláa lónið, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Skarfabakka í Reykjavík þar sem flest skemmtiferðaskip koma til landsins.

Af þeim 748 fyrirtækjum sem heimsótt voru, eru 416 fyrirtæki eða 55.6 % með stöðuna „Lokið án athugasemda“ og er þá átt við að fyrirtæki standi skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti og tekjuskráning sé formlega í lagi. Þessar niðurstöður sýna að 44,4% þeirra fyrirtækja sem skoðuð voru eru með einhverjar athugsemdir og sum hver með fleiri en eina.

Skýrslu um verkfnið og niðrstöður þess má nálgast hér.