Vinnustaðaskírteini

Gerð og framleiðsla

Atvinnurekendur og starfsmenn þeirra sem vinna við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða, söluturna og veitingarekstur, húsgagna- og innréttingaiðnað, gleriðnað og skylda starfsemi, kjötiðnað, bakstur, bílgreinar, rafiðnað, ýmsar málm- og véltæknigreinar, veitustarfsemi, fjarskipti og upplýsingastarfsemi og öryggisþjónustu, ræktun nytjajurta, svína- og alifuglarækt, eggjaframleiðslu, farþegaflutninga á landi og ferðaþjónustu, skrúðgarðyrkju og ýmsa þjónustustarfsemi eins og þessar greinar eru taldar upp í fylgiskjali 1 með uppfærðu samkomulagi ASÍ og SA, skulu bera vinnustaðaskírteini. Frá og með 1. maí 2013 bætast þessar atvinnugreinar við.

Atvinnurekandi skal sjá til þess að starfsmenn fái vinnustaðaskírteini þegar þeir hefja störf.
Atvinnurekandi og starfsmenn hans skulu bera skírteini á sér og vera reiðubúnir að framvísa því, sé þess óskað af eftirlitsfulltrúa. Með atvinnurekanda er einnig átt við sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Á vinnustaðaskírteini skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  • Nafn / heiti atvinnurekanda eins og það er skráð í fyrirtækjaskrá eða heiti starfsmannaleigu eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun.
  • Kennitala atvinnurekanda.
    Ef um erlent fyrirtæki er að ræða, sem ekki er með skráða kennitölu hér á landi, skal tilgreina nafn þess og virðisaukaskattsnúmer eða aðra sambærilega heimild um starfsemina sem sýnir fram á að fyrirtækið starfi löglega í heimaríki sínu.
  • Nafn og kennitala viðkomandi starfsmanns ásamt mynd. Hafi starfsmaður erlends þjónustufyrirtækis ekki íslenska kennitölu skal í stað kennitölu skrá fæðingardag og ár.
  • Starfsheiti starfsmanns skal tilgreint og skal það vera í samræmi við starfið sem starfsmaðurinn er ráðinn til. Í þeim tilfellum þar sem starfið og/eða starfsheitið er lögverndað skal starfsheitið vera í samræmi við reglur þar um.

Staðlaráð Íslands hefur gefið út staðal um gerð vinnustaðaskírteina, ÍST 132:2012.

Samningsaðilar hafa ákveðið að kanna kosti þess að taka upp rafræna skráningu starfsmanna í stað vinnustaðaskírteins eins og mælt er fyrir um í framangreindum staðli. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir verður hún kynnt sérstaklega. Þar til sú niðurstaða liggur fyrir er ekki gerð krafa til þess að vinnustaðaskírteini uppfylli kröfur framangreinds staðals um stærð og efni enda tryggt að allar upplýsingar sem fram koma á skírteini sbr. upptalninguna hér að framan séu auðlæsilegar.

Þau fyrirtæki sem þegar hafa gefið út vinnustaðaskírteini fyrir starfsmenn sína, sem uppfylla skilyrðin hér að framan þurfa ekki að gera sérstakar ráðstafanir.
Frá og með 1. maí 2013 skulu öll ný skírteini uppfylla skilyrði um upplýsingar sem koma eiga fram á skírteinunum. Endurgerð skírteina sem ekki uppfylla framangreind skilyrði skal lokið fyrir 1. júní 2013.

Ráðlagt er að nota vinnustaðaskírteini þar sem upplýsingar eru prentaðar á plastkort. Kostnaður við gerð slíkra korta getur verið mjög mismunandi eftir því hversu mikið er lagt í útlit og búnað slíkra korta. Þannig er kostnaður meiri ef fyrirtæki láta hanna sérstakt útlit á kortin. Sama gildir ef kortin eru með segulrönd fyrir upplýsingar eða örgjafa, svo dæmi sé tekið.

Til að auðvelda atvinnurekendum að uppfylla þau skilyrði sem sett eru varðandi vinnustaðaskírteinin á sem einfaldastan hátt hafa ASÍ og SA látið útbúa einfalda fyrirmynd af vinnustaðaskírteini sem þeir geta nýtt sér. Sé sú aðferð notuð á kostnaður við gerð kortanna að vera mjög hóflegur.

fb510509eb06a65d74e627bbacdf67fa
Þá skal atvinnurekendum bent á að einfaldast er að send framleiðendum skírteinanna excel-skjal með upplýsingum sem koma eiga fram á kortunum, eins og hér er sýnt:

Vinnustada_gerd
Einnig skal fylgja með mynd af viðkomandi starfsmanni og er mælt með að nota kennitölu starfsmanns í heiti hennar til að forðast mistök.Eftirtaldir aðilar m.a. bjóða prentun á vinnustaðaskírteinum á plastkort:

Fjölsmiðjan. Nánari upplýsingar á www.fjolsmidjan.is / gudmundur@fjolsmidjan.is. Sími 5444080.

Vörumerking ehf. Nánari upplýsingar á www.vorumerking.is. Sími 4142500.

Samskipti ehf. Nánari upplýsingar á http://samskipti.is/?category=157. Sími 5807800

SECURITAS. Nánari upplýsingar: https://www.securitas.is/adgangskort-og-fylgihlutir.html   Sími 5807000

F&F kort. Nánari upplýsingar: ffkort@simnet.is. Sími 5683920.

FRUM. Nánari upplýsingar á www.frum.is. Sími 5681000.

Auðmerkt ehf. Nánari upplýsingar á www.audmerkt.is. Sími 5556500.

Öryggismiðstöðin.Nánari upplýsingar á www.oryggi.is. Sími 5702400.

Ásprent. Nánari upplýsingar á www.asprent.is. Sími 4600700.

Nortek. Nánari upplýsingar á sala@nortek.is.Síma 455 2000

Tunnan prentþjónusta ehf. Nánari upplýsingar á www.tunnan.is. Sími 4671288.

Sérmerkt ehf. Nánari upplýsingar á http://sermerkt.is . Sími 557-8200.

Hér má nálgast form fyrir vinnustaðaskírteini fyrir prentun á plastkort. Sækja hér.

Hér má nálgast form fyrir vinnustaðaskírteini fyrir hefðbundna prentun. Sækja hér.

Nánari upplýsingar um lögin og samkomulagið um vinnustaðaskírteini er hægt að fá með því að senda fyrirspurn á netfangið sagak@asi.is.